iMac (24 tommu, M1, 2021, tveggja tengja) Sveigjanlegur kapall fyrir hljóðspjald
Áður en hafist er handa
Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:
Verkfæri
- ESD-örugg flísatöng 
- Nemi úr næloni (svartur teinn) 
- Stoðfleygar 

Losun
- Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi sveigjanlegs kapals fyrir hljóðspjald á móðurborðinu. Takið síðan enda sveigjanlega kapalsins fyrir hljóðspjald úr sambandi.  
- Fletti enda sveigjanlega kapalsins af húsinu (1) til að fá aðgang að ZIF-tenginu nærri brún hússins. 
- Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi hljóðspjaldsins (2) á húsinu. Notið ESD-örugga töng til að grípa um endann á sveigjanlegum kapli og taka hann úr sambandi (3).  
Samsetning
- Komið nýjum sveigjanlegum kapli hljóðspjaldsins fyrir í húsinu. 
- Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi sveigjanlegs kapals fyrir hljóðspjald á húsinu. Notið svo ESD-örugga töng til að stinga enda sveigjanlega kapalsins í samband við tengið. 
- Notið slétta enda svarta teinsins til að ýta á „PUSH“ hnappinn á ZIF-tengi sveigjanlegs kapals fyrir hljóðspjald á móðurborðinu Stingið svo enda sveigjanlega kapalsins í samband við tengið.  
- Fjarlægið límfilmuna af sveigjanlega kaplinum fyrir hljóðspjald. Þrýstið svo á sveigjanlega kapallinn fyrir hljóðspjald til að festa hann við húsið.  
Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu: