MacBook Air (M2, 2022) Kæliplata

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Aðgangskort

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Verkfæri fyrir loftnet

  • ESD-örugg flísatöng

  • Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)

  • Kapton-límband

  • Hanskar úr nítríli

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Hlífðargleraugu með hliðarhlífum

  • Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)

  • Hitagel

  • Hitagelsstensill

  • Torx Plus 3IP 25 mm biti

  • Torx T3-hálfmánabiti

  • Torx T5-biti

Mikilvægt

  • Ekki er hægt að endurnota kæliplötuna. Setjið alltaf nýja varmaplötu í.

  • Hitagel er nauðsynlegt fyrir þetta verklag. Hitagel fylgir með nýrri kæliplötu.

Losun

  1. Notið ESD-örugga töng til að fletta frauðinu af tengihlíf skjásins til að komast að miðjuskrúfunni.

  2. Setjið Torx T3 bitann á bláa átaksmælinn. Notið síðan bláa átaksmælinn og Torx T3 bitann til að fjarlægja 18 T3 skrúfur (923-07277) úr eftirfarandi átta hlífum:

    • Tengihlíf fyrir hornskynjaralok/hljóðspjald (1)

    • Tengihlíf millispjalds (2)

    • Tengihlíf hægri hátalara (3)

    • Tengihlíf fyrir skjá (4)

    • Tengihlíf fyrir samása loftnetskapla (5)

    • Tengihlíf vinstri hátalara (6)

    • Tengihlíf fyrir MagSafe 3/USB-C-spjöld (7)

    • Tengihlíf fyrir snertiborð (8)

  3. Fjarlægið sjö hlífar (1-7) og geymið þær fyrir samsetningu.

    • Athugið: Tengihlíf fyrir snertiborð (8) er föst við sveigjanlegan kapal snertiborðsins. Ekki þarf að fjarlægja hann vegna þessarar viðgerðar.

  4. Notið svarta teininn til að taka endann á samása kapli hægra loftnetsins úr sambandi við tengið.

  5. Setjið Torx T5 bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og Torx T5 bitann til að fjarlægja tvær T5 skrúfur (923-07292) úr kæliplötunni.

  6. Setjið 3IP bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 3IP bitann til að fjarlægja 3IP-miðjuskrúfurnar fjórar (923-07288) úr kæliplötunni.

  7. Notið stillanlegan átaksmæli og 3IP bita til að fjarlægja 3IP-hliðarskrúfurnar tvær (923-07290) úr kæliplötunni.

  8. Togið endann á sveigjanlegum kapli og tengihlíf snertiborðsins úr tenginu.

  9. Festið sveigjanlegan kapal snertiborðsins með Kapton-límbandi svo hann þvælist ekki fyrir eins og sýnt er.

    •  Varúð: Ekki brjóta saman eða krumpa sveigjanlega kapalinn.

  10. Farið í hanska og setjið á ykkur hlífðargleraugu með hliðarhlífum.

    •  Varúð: Hitagel getur aflitað húðina og fötin. Gætið þess að nota hanska og hlífðargleraugu þegar unnið er með hitagelið.

  11. Lyftið varlega upp vinstri hlið kæliplötunnar eins og sýnt er.

  12. Fjarlægið kæliplötuna varlega frá vinstri til hægri með því að losa klemmurnar sem festa kæliplötuna við móðurborðið eins og sýnt er. Lyftið efri og neðri hluta kæliplötunnar til skiptis og eins jafnt og hægt er til að losa klemmurnar.

  13. Notið etanólþurrku eða IPA-þurrku til að þrífa hitagelið af flögunni á móðurborðinu. Gætið þess að þrífa einnig burt allt hitagelið sem situr eftir á hinum hlutunum.

    • Mikilvægt

      • Gætið þess að það dropi ekki úr þurrkunni. Ef dropar úr henni skal nota pappírsþurrku til að gleypa í sig umframvökva.

      • Ef þörf er á betri hreinsun skal vefja þurrku utan um svarta teininn til að þrífa flöguna. Ekki rispa flöguna með því að beita of miklum þrýstingi með svarta teininum.

    • Fyrir

    • Eftir

Samsetning

  1. Farið í hanska og setjið á ykkur hlífðargleraugu með hliðarhlífum.

  2. Setjið hitagelsstensilinn ofan á móðurborðið.

  3. Setjið 3IP bitann á bláa átaksmælinn. Notið síðan bláa átaksmælinn og 3IP bitann til að skrúfa tvær 3IP skrúfur lauslega í hitagelsstensilinn og móðurborðið eins og sýnt er.

  4. Berið hitagelið á stensilinn. Gætið þess að fylla alla 12 ferninga stensilsins eins og sýnt er.

  5. Þrýstið aðgangskortinu gætilega niður á við og yfir stensilinn til að skafa burt umframgel.

  6. Notið sömu hliðina á aðgangskortinu og þrýstið því gætilega upp á við og yfir stensilinn.

    • Athugið: Gangið úr skugga um að allir 12 ferningar stensilsins séu fylltir með hitageli. Ef ekki hefur tekist að fylla ferningana með hitageli skal endurtaka skref 5 og 6 þar til það næst. Haldið svo áfram að skrefi 7.

  7. Setjið 3IP bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 3IP bitann til að fjarlægja tvær 3IP skrúfur úr hitagelsstenslinum og móðurborðinu.

  8. Notið ESD-örugga töng til að grípa um aðra hlið stensilsins á meðan hinni hliðinni er haldið á sínum stað. Fjarlægið síðan stensilinn af topphulstrinu.

    • Mikilvægt: Gætið þess að bera hitagelið á eins og sýnt er eftir að stensillinn er fjarlægður.

  9. Setjið hægri hlið nýju kæliplötunnar í topphulstrið eins og sýnt er. Þrýstið síðan varlega á neðra hægra horn hennar til að festa klemmurnar við hliðina á USB-C-spjöldunum.

  10. Fikrið ykkur síðan frá hægri til vinstri við ísetningu kæliplötunnar í topphulstrið og festið klemmurnar í (1). Hættið þar sem hlíf fyrir sveigjanlegan kapal rafhlöðunnar er (2). Þrýstið síðan kæliplötunni niður til að festa klemmurnar nálægt hlíf fyrir sveigjanlegan kapal snertiborðsins (3).

  11. Ekki taka 3IP bitann af 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinum. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 3IP bitann til að skrúfa fjórar 3IP skrúfur (923-07288) lauslega í kæliplötuna í þeirri röð sem sýnd er.

  12. Stillið herslugildið á 11,5 Ncm með 3IP bitann áfram í 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinum.

  13. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bitann til að herða 3IP skrúfurnar í þeirri röð sem sýnd er.

  14. Þrýstið varlega á kæliplötuna yfir flögunni til að festa hana við flöguna.

  15. Þrýstið varlega á kæliplötuna til að festa hinar klemmurnar eins og sýnt er.

  16. Gangið úr skugga um að allar klemmurnar á milli kæliplötunnar og móðurborðsins séu festar.

  17. Ekki taka 3IP bitann af 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinum. Gangið úr skugga um að herslugildið sé enn á 11,5 Ncm.

  18. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bitann til að skrúfa 3IP-skrúfurnar tvær (923-07290) aftur í vinstri hlið kæliplötunnar.

  19. Setjið Torx T5 bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Stillið herslugildið á 10 Ncm.

  20. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T5 bitann til að skrúfa tvær T5 skrúfur (923-07292) aftur í kæliplötuna.

  21. Takið Kapton-límbandið af sveigjanlega kapli snertiborðsins.

  22. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli og tengihlíf snertiborðsins í tengið.

  23. Setjið Torx T3 bitann á bláa átaksmælinn. Notið síðan bláa átaksmælinn og Torx T3 bitann til að skrúfa tvær T3 skrúfur (923-07277) aftur í tengihlíf snertiborðsins.

  24. Notið svarta teininn eða ESD-öruggu töngina til að staðsetja endann á samása kapli hægra loftnetsins yfir tenginu. Notið síðan bitlausa enda loftnetsverkfærisins til að þrýsta endanum á samása loftnetskaplinum á tengið.

  25. Komið fyrir eftirfarandi sjö hlífum (1-7):

    • Tengihlíf fyrir hornskynjaralok/hljóðspjald (1)

    • Tengihlíf millispjalds (2)

    • Tengihlíf hægri hátalara (3)

    • Tengihlíf fyrir skjá (4)

    • Tengihlíf fyrir samása loftnetskapla (5)

    • Tengihlíf vinstri hátalara (6)

    • Tengihlíf fyrir MagSafe 3/USB-C-spjöld (7)

  26. Notið ESD-örugga töng til að fletta frauðinu af tengihlíf skjásins til að komast að skrúfugatinu fyrir miðju.

  27. Ekki taka Torx T3 bitann af bláa átaksmælinum. Notið síðan bláa átaksmælinn og Torx T3 bitann til að skrúfa 16 T3 skrúfur (923-07277) aftur í hlífarnar sjö (1-7).

    •  Varúð: Ekki tengja sveigjanlega rafhlöðukapalinn (8) því það gæti skemmt móðurborðið.

  28. Þrýstið á frauðið yfir tengihlíf skjásins til að festa það við hlífina.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: