Rafmagnsöryggi Mac
Hætta
Aflgjafinn er áfram í gangi þegar tækið er í sambandi, hvort sem kveikt hefur verið á tækinu eða ekki. Ekki snerta móðurborðið eða aflgjafann á meðan tækið er tengt við rafmagnsinnstungu.
Gerið eftirfarandi varúðarráðstafanir áður en unnið er við Mac með óvarða, hugsanlega rafmagnaða hluti:
Fjarlægið aldrei eða setjið upp hluti á meðan tækið er tengt við rafmagnsinnstungu.
Bíðið alltaf í að minnsta kosti 2 mínútur eftir að tækið hefur verið tekið úr sambandi til að leyfa móðurborðinu og aflgjafanum að afhlaðast.
Ekki snerta móðurborðið eða aflgjafann fyrr en 2 mínútna afhleðslubiðtíminn er liðinn.
Fjarlægið farsíma og málmhluti (hringa, úr, hálsmen) af líkamanum.
Ekki nota úlnliðsól gegn rafstöðuafhleðslu (ESD).
Notið aðeins óleiðandi verkfæri (eins og svartan tein) samkvæmt leiðbeiningum til að halda fingrum frá svæðum sem geta verið undir spennu.
Einbeitið ykkur að vinnunni sem verið að vinna og verið meðvituð um jarðtengda hluti í nágrenninu.